Umsagnir frá nemendum
Hvað hefur markþjálfun gert fyrir mig:
-
Hjálpuðu mér að vera með opinn huga
-
Létu mig hugsa meira
-
Hjálpa mér að vinna upp sjálfstraustið
-
Þau minntu mig á að vera alltaf góð við sjálfa mig, að mínir helstu draumar í framtíðinni geta ræst með góðu hugarfari og standa alltaf með mér sjálfri. Mér fannst líka gott að heyra falleg hrós. Þau eru stundum sjaldgæf. Takk fyrir að hjálpa mér
-
Hjálpuðu mér að setja markmið fyrir sjálfan mig
-
Mjög mikið áður en ég kom fannst mér ekkert gaman í skóla en núna er mjög gaman að læra. Og líka fótboltinn ég bætti mig með 130 að halda álofti eftir að ég kom
-
Þau létu mig hafa meiri metnað fyrir heilbrigði mínu og námi
-
Fá tækifæri til að tala um lífið, tengt við félagslíf, skóla, framtíðina, hnefaleika og fótbolta
-
Gáfu mér sjálfstraust til að bæta mig og sýna mína styrkleika í fótbolta, og að sjá það sem ég vil í framtíðinni
-
Ég fór að stunda nám betur
-
Hún hjálpaði mér að fara út meira, taka til í herberginu mínu alla föstudaga, fara í sund á laugardögum, gleði - vinnátta - traust
-
Þau hjálpuðu mér að opna mig sjálfan fyrir öðrum persónum (bekknum)
-
Hjálpuðu mér að gera það sem mig langaði til að gera og vera sjálfsörugg
-
Þau hjálpuðu mér að ná mínum markmiðum, og þau létu mig alltaf líða vel
-
Ég fékk miklu skýrari sýn um hvað ég vil gera í framtíðinni, fann leiðir til þess að ná því, er strax búin að ná nokkrum markmiðum, fékk meira sjálfsöryggi og svo er líka bara geðveikt skemmtilegt að fá svona. Takk æðislega fyrir allt.