Við innleiðum og styðjum við markþjálfun í menntakerfinu með það markmið að byggja upp framúrskarandi skólaumhverfi með því að tryggja nemendum, starfsfólki og foreldrum skóla greiðan aðgang að markþjálfun - samfélaginu öllu til heilla!

Teymið:

Nafn:

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir

Starf:

Markþjálfi, sjálfstætt starfandi

Menntun og reynsla:

PCC vottaður Markþjálfi, leiðbeinandi í grunn - og framhaldsmarkþjálfanámi hjá Evolvia ehf, námskeiðshaldari, fyrirlesari, Krakkajógakennari, Jóga Nidra kennari og gleði lífskúnstner.

Af hverju markþjálfun?

Það er einsog það sé lífskrafturinn minn og tilgangur að markþálfa. Ég finn fyrir svo miklum krafti í samtölunum sem eru umbreytandi fyrir mig og þann sem sækir markþjálfun til mín. Þetta er mín leið að gera heiminn að en betri veröld.

www.hverereg.is

https://www.facebook.com/hvereregmarkthjalfun/

asta@hverereg.is

Nafn:

Ágústa Margrét Arnardóttir

Starf:

Markþjálfi, sjálfstætt starfandi

Menntun og reynsla: 

Markþjálfi, skó og fylgihluta hönnuður, rak eigið hönnunar- og framleiðslufyrirtæki í 10 ár, ritstjóri barna- og ungmennatímaritsins HVAÐ, bloggari, með mikla þekkingu á meðvituðu, virku og virðingaríku uppeldi.

Af hverju markþjálfun?

Markþjálfun öflug samskiptatækni sem kemur fólki fram á við, gefur því skýrari sýn, meiri sjálfsþekkingu og aukið sjálfsöryggi. Markþjálfun hefur haft lífbreytandi áhrif á mig og fjölskyldu mína.

www.agustamargret.com

www.facebook.com/agustamargretmarkthjalfi

www.instagram.com/agustamargretmarkthjalfi

agusta@markthjalfahjartad.is

Nafn:

Alma J. Árnadóttir

Starf:

Markþjálfi og grafískur hönnuður- sjálfstætt starfandi.

Menntun og reynsla:

ACC gæðavottaður markþjálfi frá ICF og löggiltur grafískur hönnuður. Hef reynslu af

stjórnunarstörfum í hönnunargeiranum og unglingastarfi í gegnum markþjálfun, námskeið

þvert á skapandi greinar og sem forstöðumaður félagsmiðstöðvar.

Af hverju markþjálfun?

Þegar ég markþjálfa ýti ég undir vaxtarhugarfar marksækjandans og mitt um leið sem þýðir aukið súrefni til hjartans og enn gjöfulla og meira skapandi líf fyrir báða aðila.

https://www.alma.is/

https://www.facebook.com/almamarkthjalfi/

alma@alma.is

Nafn:

María Kristjánsdóttir

Starf:

Markþjálfi og leikskólakennari

Menntun:

Leikskólakennari, stjórnun menntastofnana, diploma í HAM, uppbygging sjálfsaga (réttindi til kennslu), markþjálfi + framhald í markþjálfun. Auk þess hef ég tekið mjög mörg námskeið sem flest öll snúa að uppeldi og samskiptum. Vikulangt námskeið í meðvirkni.

Reynsla:

Hef lengst af starfað með börnum og foreldrum. Gengdi starfi leikskólastjóra í 3 leikskólum, samtals í 25 ár. Hef reglulega kennt námskeið um samskipti, sjálfstyrkingu o.fl. við Námsflokka Hafnarfjarðar. Starfaði á skóladagheimili í Arhus í 5 ár. Núverandi starf er daggæslufulltrú hjá Kópavogsbæ. Hef markþjálfað töluvert frá því ég byrjaði í því námi vorið 2017.

Af hverju markþjálfun?

Að öllu ofantöldu, þ.e. menntun minni og reynslu veit ég að ég hef mikið að gefa í markþjálfun. Markþjálfun er einstök samtalstækni, sem gefur áhugasömum markþega lífsfyllingu og léttir honum lífið til muna, ég vil vera partur af því. Ég hef mikinn áhuga á markþjálfun fyrir foreldra yngri barna, ég ber mikla virðingu fyrir foreldrum í þeirra stundum vanþakkláta hlutverki, en jafnfram því mikilvægasta hlutverki sem hver manneskja fær í þessu lífi.

Hef einnig áhuga á markþjálfun fyrir fólk á aldrinum 60+.

Email: mariakristjáns1954@gmail.com

Nafn:

Olga Hrönn Olgeirsdóttir

Starf:

Deildarstjóri stoðþjónustu í grunnskóla

Menntun og reynsla:

B.ed grunnskólakennari, diploma í sérkennslufræðum, diploma í stjórnun menntastofnana, grunnmenntun í markþjálfun

Af hverju markþjálfun?

Markþjálfun opnar fólki leiðina að sjálfu sér, gerir það fært um að bregðast við lífi sínu á eigin forsendum og skapa lífið sem það vill lifa.

Nafn:

Ástrós Una Jóhannesdóttir

Starf:

Fagaðili í stoðþjónustu Grundaskóla á Akranesi.

Menntun og reynsla:

BA gráða í félagsráðgjöf. Útskrifaðist sem markþjálfi frá Evolvia í desember 2019. Hef frá 16 ára aldri unnið með fólki, þá oftast börnum og unglingum. Ég hef unnið sem liðveitandi, í sumarbúðum fyrir börn og ungmenni með fötlun, á skammtímavistun, í leikskólum, í búsetu fyrir fatlaða og núna síðustu fjögur árin sem fagaðili í stoðþjónustu í grunnskóla.

Af hverju markþjálfun?

Markþjálfun getur hjálpað svo mörgum á svo marga vegu. Markþjálfun ýtir undir vöxt, gleði og hvetur fólk áfram. Þeir sem koma í markþjálfun fara yfirleitt glaðari og peppaðri út úr tímanum. Markþjálfun nærir sálina.

Nafn:

Bryndís Ingimundardóttir

Starf:

Myndmenntakennari, markþjálfa- og núvitundarkennari í Vættaskóla Engi

Menntun og reynsla:

Ég lauk ICF markþjálfanámi frá Evolvia árið 2019 og hef líka B.ed gráðu frá HÍ og hef kennt frá 1995. Ég kenni nú myndmennt í Vættaskóla Engi í Grafarvogi. Ég hef lært núvitundakennslu fyrir börn hjá Mindfulness Association í Skotlandi og svo jógakennaranám hjá Jógasetrinu. Ég stefni svo á að ljúka MA námi í uppeldisfræði árið 2023, með áherslu á áhættuhegðun og velferð ungmenna.

Af hverju markþjálfun:

Markþjálfun stuðlar að persónulegum uppgötvunum markþega sem skerpir sýn hans á eigin væntingar, langanir og þrár. Þegar markþegi upplifir að hann er áhrifavaldur í eigin lífi þá kviknar löngunin til að upplifa árangur og persónulega

https://www.facebook.com/MarkvissMarkthjalfun 

sigra.markviss.coach@gmail.com 

Nafn:

Yrja Kristinsdóttir

Starf:

Markþjálfi og nemendaráðgjafi í Norðlingaskóla

Menntun og reynsla:

2019-2020 Endurmenntun Háskóla Íslands- Jákvæð sálfræði-diplómanám á meistarastigi

2018 Háskóli Íslands- MA í uppeldis og menntunarfræðum með áherslu á sálfræði í uppeldis-og menntavísindum

2016 EVOLVIA- Markþjálfunarnám

2016 Háskóli Íslands- Viðbótardiplóma í djáknafræðum

2012 Háskóli Íslands- BA í félagsráðgjöf

Námskeið:

2019 Endurmenntun Háskóla Íslands- PEERS for Adolescents Certified School-Based Training Seminar

2015 ,,Konur eru konum bestar" Þjálfunarnámskeið fyrir sjálfstyrkingu kvenna

2015 Mindful Schools Núvitund fyrir börn og unglinga

2014 Mindfulness Akademie Núvitundar leiðbeinandi

2012 The International School of Clinical Hypnosis Klínískur dáleiðslutæknir

Af hverju markþjálfun?

Ég hef mikinn áhuga á að vinna með börnum og ungmennum og tel mikilvægt að þau fái öll verkfæri sem í boði eru til að auka möguleika á góðu og farsælu lífi. Það þarf að skapa nemendum aðstæður innan skólans til heilbrigðra lífshátta. Það er gert með því að efla færni þeirra í samskiptum, ákvarðanatöku, markmiðasetningu og uppbyggingu sjálfsmyndar. Markþjálfun er áhugaverð aðferð til að efla þessi færni sem og sjálfsvitund og sjálfsábyrgð þeirra. Einnig getur getur aðferðin eflt velfarnað og sjálfræði barna og ungmenna sem og stutt þau í að finna og nýta styrkleika sína.

www.dafna.is

https://www.instagram.com/dafnamarktjalfunogradgjof/

dafna@dafna.is

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir

Screenshot 2018-12-18 15.28.24.png
icflogocolor.jpg