top of page

Við innleiðum og styðjum við markþjálfun í menntakerfinu með það markmið að byggja upp framúrskarandi skólaumhverfi með því að tryggja nemendum, starfsfólki og foreldrum skóla greiðan aðgang að markþjálfun - samfélaginu öllu til heilla!

Við viljum sjá markþjálfun sem eitt af stoðkerfum menntakerfisins á Íslandi.

Screenshot_20240203_082052_Gallery.jpg

Nafn:

Bettý Gunnarsdóttir

Starf:

Þroskaþjálfi í leikskóla og sjálfstætt starfandi markþjálfi.

Menntun og reynsla:

Þroskaþjálfi, ACC Markþjálfi, jógakennari og vedalist kennari. Hefur unnið með börnum í leik-og grunnskóla, sinnt stoðþjónustu, unnið í teymum fyrir börn með sérþarfir, starfað með kennurum í bekk og kennt jóga og núvitund. Brennandi áhugi fyrir velsæld barna og ungmenna.

Af hverju markþjálfun?

Ég kynntist markþjálfun 2012 og áttaði mig á því að þarna væri leið til að vinna að framþróun, samvinnu og að allir fái rödd. Markþjálfa ferlið vinnur að opnun á möguleikum og tækifærum sem oft eru beint fyrir framan okkur en við erum ómeðvituð um. Það er mín reynsla að þegar við vitum hvaða skref við viljum taka og af hverjum þessi skref skipta okkur máli, þá stígum við þau hratt og örugglega. 

Heimasíða: www.markthjalfahartad.is

  • Facebook
  • Instagram
profile_mynd_Ásta.jpg

Nafn:

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir

Starf:

Markþjálfi, sjálfstætt starfandi

Menntun og reynsla:

MCC vottaður Markþjálfi, sjálfstætt starfandi (www.hverereg.is), námskeiðshaldari, fyrirlesari, Krakkajógakennari, Jóga Nidra kennari og gleði lífskúnstner.

Af hverju markþjálfun?

Það er einsog það sé lífskrafturinn minn og tilgangur að markþjálfa. Ég finn fyrir svo miklum krafti í samtölunum sem eru umbreytandi fyrir mig og þann sem sækir markþjálfun til mín. Þetta er mín leið að gera heiminn en betri.

Heimasíða: www.hverereg.is

  • Facebook
  • Instagram
þorgerður.jpg
Ingunn Ásta.jpg

Nafn:

Þorgerður Elín Brynjólfsdóttir 

Starf:

Grunnskólakennari, verkefnisstjóri og markþjálfi.  

Menntun og reynsla:

B.ed grunnskólakennari, hef lokið grunn- og framhaldsnámi í markþjálfun frá Evolvia ehf. Hef starfað í leik- og grunnskóla í 20 ár og sinnt kennslu á mið- og elsta stigi. Setið í nefndum og ráðum í grunnskóla og tekið virkan þátt í félagsstarfi barna og fullorðinna. 

Af hverju markþjálfun:

Fór í markþjálfanám til þess að efla mig sem einstakling. Í náminu uppgötvaði ég töfra markþjálfunar í samtali við aðra og hef séð hvernig markþjálfun lyftir fólki upp og kemur því nær sjálfum sér og markmiðum sínum. 

Nafn:

Ingunn Ásta Sigmundsdóttir

Starf: 

Deildarstjóri og markþjálfi Háteigsskóla og sjálfstætt starfandi markþjálfi hjá ÁS markþjálfun og fræðslu

Menntun og reynsla: 

PCC vottun markþjálfunar frá ICF - hef lokið grunn- og framhaldsnámi í markþjálfun. Kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla. BA í uppeldis- og menntunarfræði. Ýmis önnur námskeið tengdi starfi mínu og persónulegum þróunarsviðum

Af hverju markþjálfun? 

-Markþjálfun er frábært tæki til sjálfskoðunar og valdeflingar á forsendum hvers og eins. Áhrif aðferðarinnar kristallast í umbreytingum sem verða á sjálfi og lífi marksækjanda í kjölfar markþjálfunarsamtala. Það er magnað að sjá hvað gerist þegar fólk fær rými til að tengja við sinn innsta kjarna og taka ákvarðanir um líf sitt út frá kjarnanum. Gæfusporin, sem kortlögð eru í kjarnanum sjálfum, mynda að lokum fallegan farveg fyrir nýjar áherslur og nýja möguleika hjá viðkomandi. Helsti kostur markþjálfunar er, að það sem þú leitar að býr allt innra með þér nú þegar - þú þarft bara að finna það! 

-Markþjálfun er ein leið til að efla nemendur, unga sem aldna, og hefur þegar sannað gildi sitt. Mikil umræða hefur skapast um stöðu drengja í skólakerfinu að undanförnu, en markþjálfun hentar þeim vel til að bæta námslega stöðu sína, efla innri áhugahvöt, setja sér markmið, fylgja þeim eftir á skilvirkan hátt og ná þeim! Ég brenn fyrir því að markþjálfun verði aðgengileg fyrir alla aðila skólakerfisins, nemendur, starfsfólk og foreldra. 

 

  • Facebook
  • Instagram
Image 11.5.2024 at 11.12.jpeg

Nafn:

Pétur Rúðrik Guðmundsson

Starf: 

D.......

Menntun og reynsla: 

......

Af hverju markþjálfun? 

.....

 

bottom of page