Við innleiðum og styðjum við markþjálfun í menntakerfinu með það markmið að byggja upp framúrskarandi skólaumhverfi með því að tryggja nemendum, starfsfólki og foreldrum skóla greiðan aðgang að markþjálfun - samfélaginu öllu til heilla!

Teymið:

Nafn:

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir

Starf:

Markþjálfi, sjálfstætt starfandi

Menntun og reynsla:

PCC vottaður Markþjálfi, leiðbeinandi í grunn - og framhaldsmarkþjálfanámi hjá Evolvia ehf, námskeiðshaldari, fyrirlesari, Krakkajógakennari, Jóga Nidra kennari og gleði lífskúnstner.

Af hverju markþjálfun?

Það er einsog það sé lífskrafturinn minn og tilgangur að markþálfa. Ég finn fyrir svo miklum krafti í samtölunum sem eru umbreytandi fyrir mig og þann sem sækir markþjálfun til mín. Þetta er mín leið að gera heiminn en betri.

Heimasíða: www.hverereg.is

 • Facebook
 • Instagram

Nafn:

Dagný Bolladóttir

Starf:

Kennari og sjálfstætt starfandi markþjálfi.

Menntun og reynsla:

Hef réttindi sem íslenskukennari á grunn- og framhaldsskólastigi auk þess að vera með B.A. í almennum málvísindum frá Háskóla Íslands. 

Hef lokið grunn- og framhaldsnámi í markþjálfun hjá Evolvia.

Hef víðtæka reynslu af fullorðinsfræðslu sem og kennslu í grunnskóla.

Af hverju markþjálfun?

Markþjálfun er öflugt sjálfsþekkingarverkfæri sem hjálpar einstaklingum að horfast í augu við sjálfa sig, öðlast skýrari sýn og koma auga á styrkleika sína. 

 • Facebook
 • Instagram

Nafn:

Olga Hrönn Olgeirsdóttir

Starf:

Deildarstjóri stoðþjónustu í grunnskóla

Menntun og reynsla:

B.ed grunnskólakennari, diploma í sérkennslufræðum, diploma í stjórnun menntastofnana, grunnmenntun í markþjálfun

Af hverju markþjálfun?

Markþjálfun opnar fólki leiðina að sjálfu sér, gerir það fært um að bregðast við lífi sínu á eigin forsendum og skapa lífið sem það vill lifa.

Nafn:

Bryndís Ingimundardóttir

Starf:

Myndmenntakennari, markþjálfa- og núvitundarkennari í Engjaskóla

Menntun og reynsla:

Ég lauk ICF markþjálfanámi frá Evolvia árið 2019 og hef líka B.ed gráðu frá HÍ og hef kennt frá 1995. Ég kenni nú myndmennt í Vættaskóla Engi í Grafarvogi. Ég hef lært núvitundakennslu fyrir börn hjá Mindfulness Association í Skotlandi og svo jógakennaranám hjá Jógasetrinu. Ég stefni svo á að ljúka MA námi í uppeldisfræði árið 2023, með áherslu á áhættuhegðun og velferð ungmenna.

Af hverju markþjálfun:

Markþjálfun stuðlar að persónulegum uppgötvunum markþega sem skerpir sýn hans á eigin væntingar, langanir og þrár. Þegar markþegi upplifir að hann er áhrifavaldur í eigin lífi þá kviknar löngunin til að upplifa árangur og persónulega sigra.

 • Facebook

Nafn:

Yrja Kristinsdóttir

Starf:

Markþjálfi og nemendaráðgjafi í Norðlingaskóla

Menntun og reynsla:

2019-2020 Endurmenntun Háskóla Íslands- Jákvæð sálfræði-diplómanám á meistarastigi

2018 Háskóli Íslands- MA í uppeldis og menntunarfræðum með áherslu á sálfræði í uppeldis-og menntavísindum

2016 EVOLVIA- Markþjálfunarnám

2016 Háskóli Íslands- Viðbótardiplóma í djáknafræðum

2012 Háskóli Íslands- BA í félagsráðgjöf

Námskeið:

2019 Endurmenntun Háskóla Íslands- PEERS for Adolescents Certified School-Based Training Seminar

2015 ,,Konur eru konum bestar" Þjálfunarnámskeið fyrir sjálfstyrkingu kvenna

2015 Mindful Schools Núvitund fyrir börn og unglinga

2014 Mindfulness Akademie Núvitundar leiðbeinandi

2012 The International School of Clinical Hypnosis Klínískur dáleiðslutæknir

Af hverju markþjálfun?

Ég hef mikinn áhuga á að vinna með börnum og ungmennum og tel mikilvægt að þau fái öll verkfæri sem í boði eru til að auka möguleika á góðu og farsælu lífi. Það þarf að skapa nemendum aðstæður innan skólans til heilbrigðra lífshátta. Það er gert með því að efla færni þeirra í samskiptum, ákvarðanatöku, markmiðasetningu og uppbyggingu sjálfsmyndar. Markþjálfun er áhugaverð aðferð til að efla þessi færni sem og sjálfsvitund og sjálfsábyrgð þeirra. Einnig getur getur aðferðin eflt velfarnað og sjálfræði barna og ungmenna sem og stutt þau í að finna og nýta styrkleika sína.

Heimasíða: www.dafna.is

 • Facebook
 • Instagram

Nafn:

Margrét Sigfúsdóttir

Starf:

Grunnskólakennari við Egilsstaðaskóla – sinni sérkennslu og vali á unglingastigi

Menntun og reynsla:

Leikskólakennari(1992)
B.ed. grunnskólakennari 2002
Einkaþjálfaranám frá World Class 2012
Grunnnám í markþjálfun frá Evolvia 2017
BA í ferðamálafræði 2020

Af hverju markþjálfun:

Ég heillaðist af aðferðafræði markþjálfunar og fann mikla þörf fyrir að læra hana, ekki síst
mér sjálfri til aukins þroska og framdráttar.

 • Facebook
 • Instagram

Nafn:

Rakel Baldursdóttir

Starf:

Markþjálfi, sjálfstætt starfandi. Eigandi og framkvæmdarstjóri Abzurd ehf.

Menntun og reynsla:

ACC vottaður Markþjálfi, NBI leiðbeinandi – Whole Brain Coach, Climate Change Coach, stýri
Markþjálfum jarðar sem snýr að markþjálfun í sambandi við loftslagsbreytingar. Hef verið einn af
markþjálfum Ignite verkefnis Markþjálfahjartans frá upphafi.

Af hverju markþjálfun:

Markþjálfun er magnað tæki til að gera gott betra, umbreyta og efla. Í gegnum markþjálfun hef ég verið
svo lánsöm að verða vitni að því að sjá einstaklinga dafna, vaxa og gera hluti sem þá óraði ekki fyrir að
þeir gætu gert, upplifa drauma sína, finna nýjar lausnir og uppgötvanir.
Ég hef einnig fundið í eigin lífi hvað markþjálfun gagnast afar vel börnum með sérþarfir, en ég er móðir
tveggja drengja sem eru báðir með ADHD og annar á einhverfurófi sem nýtir sér markþjálfun óspart til að
vinna með þegar hindranir eru í veginum. Markþjálfun hefur gert mitt líf innihaldsríkara á alla vegu.

 • Facebook

Nafn:

Ágústa Margrét Arnardóttir

Starf:

Markþjálfi, sjálfstætt starfandi

Menntun og reynsla: 

Markþjálfi, skó og fylgihluta hönnuður, rak eigið hönnunar- og framleiðslufyrirtæki í 10 ár, ritstjóri barna- og ungmennatímaritsins HVAÐ, bloggari, með mikla þekkingu á meðvituðu, virku og virðingaríku uppeldi.

Af hverju markþjálfun?

Markþjálfun öflug samskiptatækni sem kemur fólki fram á við, gefur því skýrari sýn, meiri sjálfsþekkingu og aukið sjálfsöryggi. Markþjálfun hefur haft lífbreytandi áhrif á mig og fjölskyldu mína.

Heimasíða: www.agustamargret.com

 • Facebook
 • Instagram

Nafn:

Anna Claessen

Starf:

Markþjálfi Góðan Daginn.is
Einkaþjálfari og danskennari hjá World Class
Framkvæmdastjóri Dans og Kúltúr

Menntun og reynsla:

Markþjálfun úr Háskóla Reykjavíkur 2018
NBI Greining frá Profectus 2019
Reiki Heilun 2019
Gong tónheilun 2019
NLP (Neuro Linguistic Programming) Life Coach 2020
CBT (Cognitive Behavioral Therapy) Life Coach 2020
Einkaþjálfaraskólinn 2020
Absolute Training Teacher Training 2020
Yoga Nidra 2020
RTT (Rapid Transformational Therapy) 2020
Tók Dale Carnegie námskeið í menntaskóla og var Aðstoðarmaður Dale Carnegie þrisvar eftir það. Hef hjálpað til á ICF Iceland Markþjálfadeginum ár hvert.

Af hverju markþjálfun?

Valdefling! Markþjálfun er um markþegann. Við spyrjum spurninga sem fær markþegann til að hugsa og velja sjálfur. Hvetjum áfram! Hjálpum með að efla markþegann!

Heimasíða: www.godandaginn.is

 • Facebook
 • Instagram

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir

Screenshot 2018-12-18 15.28.24.png