Hver er ég!
Unglinganámskeið þar sem notast verður við aðferðafræði markþjálfunar og hópmarkþjálfun einnig nýtt.
Við finnum og skoðum gildin, reynslan hefur kennt okkur að slík vinna ýtir undir sterkari sjálfsmynd.
Farið verður í hvað sjálfstraust þýðir og hvað þarf til að hafa mikið af því. Hversu mikið vil ég hafa? Hvað gerir það fyrir mig?
Þeir sem vilja setja sér markmið fá möguleika til þess, ef vilji er á að breyta einhverri hegðun þá verður einskonar uppfærsla, talað verður um hvað jákvæðni er og hvernig hægt er að bæta meiri af því í lífið.
Eftir námskeiðið geta þeir sem vilja gengið út með skýrari mynd af því hver þau eru.
Létt og skemmtileg vinna með ACC vottuðum markþjálfum sem hafa brennandi áhuga á að vinna með unga fólkinu.
Tilgangur og markmið þessa námskeið er að allir finni gleðina í lífinu og fái þannig en meirir drifkraft til að ná árangri.