top of page

Frjálsari þú

Er vel varin tími fyrir allt ungt fólk í 5. - 10. bekk þar sem notast verður við aðferðafræði markþjálfunar.
Þetta er vettvangur þar sem þau fá að vera algjörlega þau sjálf og tala beint frá sínu hjarta. 

Fyrst og fremst á þetta að vera skemmtileg samverustund þar sem þau fá innsýn í það hvernig sjálfsvinna virkar til þess að kveikja í hversu góð vinna það er fyrir okkur öll.

Settar verða af stað umræður eins og:

  • Að skoða jákvæða eiginleika. Reynslan hefur kennt okkur að slík vinna ýtir undir sterkari sjálfsmynd. 

  • Hvað er fyrirmynd, hverjar eru þær, hvað í þeirra fari líkar mér vel við, langar til að hafa og get ég verið fyrirmynd?  

  • Hvað finnst mér skemmtilegt að gera, þarf ég að vera í tómstundum? Er í lagi að mistakast?


Eftir námskeiðið ætti þátttakandi að ganga út með skýrari mynd af því hver hann er og gæti því staðið betur með sjálfum sér. 

 

Létt og skemmtileg vinna með ACC vottuðum markþjálfum sem hafa brennandi áhuga á að vinna með unga fólkinu.

 

Tilgangur og markmið þessa námskeiðs er að þau fá innsýn á hvað aukin sjálfsþekking er og hvernig er hægt að nýta sér það til góða að vita eiginleikana sína. 
 

bottom of page