Ég hef mikla þörf á að skrifa þetta, hvað ég geri svo við það kemur í ljós en ég finn að eitthvað vill segjast núna á þessum tíma um upphaf Markþjálfahjartans.
Þannig er að þegar ég hóf mitt markþjálfaferðalag var sonur minn 11 ára, og þetta er september árið 2014. Hann hafði átt erfiðan tíma í skólanum, hætti í fótbolta og besti vinur flutti erlendis. Þegar hann segir við mig einn daginn "mamma, ég skil ekki tilgang lífsins" þá brotnaði ég niður, ekki fyrir framan hann heldur að mestu inn í mér. Á svipuðum tíma þá er ég á tímamótum í vinnu, hef fengið það skýrt að það átti að breyta hlutverki mínu sem endaði á starfslokasamning sem var það besta sem gat gerst fyrir mig á þessum örlagaríka tíma í mínu lífi. Því þarna spratt fræið "markþjálfun" í mínu hjarta. Ég hafði heyrt fyrst af því árið 2011 þegar ég ætlaði að slá í gegn með nýjum ferðapakka þar sem ég var ferðráðgjafi fyrir erlenda ferðamenn sem kæmu til Íslands og ættu að fara frá Íslandi með nýja sýn á lífið, búnir að finna sjálfan sig með því að hitta markþjálfa! Til að svara strax, engum þótti þetta sniðugt og fór því þessi lífsbreytandiferðapakki aldrei í sölu, hann gæti kannski virkað núna 13 árum síðar?
Ég held að markþjálfun sé fræ sem þarf að fá að vaxa á sínum hraða eins og það gerði fyrir mig. Það sem geriðst í framhaldinu var að ég fann eftir 2 klst. í fyrsta tímanum mínum í markþjálfanáminu að þetta var verkfæri sem ég skildi, fór mér vel og átti svo sannarlega heima í menntakerfinu. Og þegar ég var að læra markþjálfun grunnnám hjá Evolvia þá sat hún dr. Ingibjörg Vala Kaldalóns námið með okkur því hún var að læra að verða markþjálfakennari. En ég deildi með henni hvað mér þætti þetta verkfæri magnað og gæti gert mikið fyrir menntakerfið var hún svo sannarlega sammála mér og sagði mér jafnframt að margir markþjálfar væru þarna úti með sömu þrá og ég "að koma markþjálfun í menntakerfið". Hún var innblástur minn að "Markþjálfahjartanu" sem fæddist þarna í september 2014. Mig langar að taka það fram að þegar ég hóf markþjálfanámið ætlaði ég aldrei að verða markþjálfi og vissi í raun ekkert hvað það var, heldur ætlaði ég að pússa sjálfa mig, minn samskiptamáta og læra um sjálfa mig, hvað mig langaði að gera og hvernig ég gæti stutt son minn í sínu basli.
Það sem gerðist í kjölfarið var að ég byrjaði á að leita eftir fólki sem var að fara inn í skóla og gefa þeim einhver verkfæri til að efla nemendur. Ég hringdi, sendi pósta en allt var fyrir ekki neitt og nú nefni ég ekki nein nöfn en ég fékk bara kaldar kveðjur um að það væri SVO erfitt að komast inn fyrir dyr skólana, ég þyrfti að vera menntaður kennari etc. og að ég ætti bara að pakka saman og gleyma þessu. Þetta sem betur fer tvíefldi mig bara að heyra þetta því ég trúði því engan vegin og fór mína eigin leið.
Markþjálfahjartað var komin með "hóp" á facebook þann 9.Október 2014 eða þegar ég mætti í lotu tvö í markþjálfanáminu.
Markmiðið og tilgangurinn með þessum hópi var að safna öllum markþjálfum sem hefðu þennan brennandi áhuga og ástríðu eins og ég, að kynna þessa aðferðarfræði til menntakerfisins og einnig að vera vettvangur til að deila og gefa af okkur í þessum efnum. Og þetta spurðist fljótt út og innan skamms var komin hópur af markþjálfum sem byrjuðu að stinga saman nefjum.
Fyrir mér vildi ég hafa alla og bjóða ÖLLUM allt öðruvísi viðhorf en það sem ég hafði fengið í minni rannsókn um hvernig maður kemst inn og hverjir væri nú þegar byrjaðir að gera eitthvað. Svo Ásta vildi mikla ÁST því ég hef trú á því að samvinna sé sterkari.
Svo var ég svo heppinn að hún Elísabet Jónsdóttir sem var þá kennari í Lágafellsskóla og var með mér í grunnnáminu í Markþjálfun var líka spennt fyrir þessu og leyfði mér að koma inn í skólann og taka nokkra nemendur í prufu markþjálfun sem gekk líka svona glimmrandi vel.
Fyrsta hittingin var svo 7. Janúar þar sem 10 manns mættu. Og þarna hófst alveg ótrúlegt ferðalag hjá Markþjálfahjartanu. Það tæki mig nokkra daga og nokkuð margar blaðsíður að skrifa allt niður sem gert hefur verið í þessum félagsskap síðan þá! Og þegar ég hugsa um það fyllist hjartað mitt af stolti. Allir þeir markþjálfar sem hafa tekið þátt í allskonar starfi hefur verið ævintýralegt. Aldrei nokkurn tímann hef ég litið á Markþjálfahjartað sem fyrirtæki heldur einungis vettvang til að elfa og fræða. Kannski hafa sumir misskilið þessa starfsemi en ég vona að þetta sé skýrt fyrir flesta. Það hafa orðið til allskonar verkefni eftir að Markþjálfahjartað fór inn í skóla og kynnt aðferðina en það voru og eru alltaf bara þeir markþjálfar sem fara í þá vinnu sem klára það verkefni og fer það beint í þeirra vasa. Það sem Markþjálfahjartað óskar eftir "in return" fyrir að skapa vettvangin er að segja frá þessum félagsskap svo að orðið berist sem víðast og síðan deila verkefninu með hópnum. Þetta snýst um að standa saman, við erum sterkari saman og trúverðuleikin verður einnig meiri, eða hvað?
Hópurinn stækkaði og stækkaði með árunum og verkefnum fjölgaði og fjölgaði, þvílíkur lærdómur og reynsla sem hefur öðlast innan þessa hóps. Ég var MJÖG dugleg að deila allskonar spennandi efni í kringum þetta sem ég fann inn á hópinn. En svo er það alltaf þannig og bara eðlilegt að margir sem komu í hópinn vildu aðeins fylgjast með sem er í góðu lagi. Þó átti það alltaf að vera skýrt að með því að koma í hópinn þá vildi maður sjá einhverja virkni í gangi. En það er eðlilegt að slíkt sé flókið að skapa þar sem þetta var kannski ekki nógu skýrt. Fyrsta hittingin varð svo 7. Janúa 2015, það var SVO geggjað skref!
Svo var bara að halda áfram að skapa og segja frá þannig að ísköld og óreyndur markþjálfi þá henti ég mér í hugrekkið mitt, eldinn minn og talaði um þetta á Markþjálfadaginn árið 2015, ég man ennþá hvað ég var stressuð. En þetta var virkilega góð leið til að segja frá þessum félagsskap.
Svo bara fjölguðu hittingunum og allt varð miklu raunverulegra.
Eitt af stóru of fyrstu verkefnunum var að ég fékk áheyrn í Norðlingaskóla og einnig hjá Reykjarvíkurborg og úr varð rannsóknarverkefni þar sem dr. Ingibjörg Vala Kaldalóns var yfir þeim hluta og ég fór inn með Evolvia og við kenndum kennurum markþjálfun, svona hluta af náminu, þeir sem vildu halda áfram og klára námið fengu mjög gott tilboð. Aðeins örfáir gerðu það og það var svona ekki alveg eins útkoma frá þessu verkefni og ég hafði séð fyrir mér en var svakalega lærdómsríkur tími.
Það er en hægt er að fara inn á þennan hóp því hann er ennþá til og rekja söguna í raun sem er virkilega löng og falleg, alveg ótrúlega flottir hlutir sem hafa verið gerðir. Markþjálfahjartað og Evolvia héldu nokkur ár námskeið fyrir kennara Reykjavíkurborgar svokölluð endurmennt-unarnámskeið sem var alltaf á ágúst mánuðum áður en skóli hófst, við héldum námskeið í Endurmenntun HÍ fyrir kennara þar sem kennari frá Ísafirði hafði samband við Markþjálfahjartað og óskaði eftir slíku, Markþjálfahjartað gerði ótrúlega marga hluti í Álftanesskóla og þetta er aðeins til að nefna örfáa hluti, brota brot af verkefnum.
Félag var stofnað, logo var skapað, því breytt og dekkinn rúlluðu hægt og rólega af stað!
Svo nú á haustmánuðum 10 árum síðar ákvað ég að segja bless við þennan hóp sem við kölluðum "Faghópur Markþjálfa fyrir menntakerfið" og stofna nýjan og sjá hvernig það myndi ganga upp. Það eru 107 í "gamla" hópnum og núll virkni, ekki alveg það sem ég sá fyrir mér svo þess vegna var stofnaður nýr. Þessi hópur heitir "Markþjálfun í Menntakerfið fyrir leiðtoga framtíðarinnar" og eru allir þeir sem vilja vera "virkir" velkomnir í þennan hóp. Við viljum sjá hluti hreyfast og það gerist ekki nema við eflum og stiðjum hvort annað, SAMVINNA! Og þegar ég segi "virkni" þá á ég við að deila og segja frá því sem þú og þinn skóli eruð að gera svo það verði hvatnig og lærdómur fyrir þann sem langar að gera eitthvað svipað. Þannig verður þetta stærra og meira. Hér er NÚLL samkepni því það eru ansi margir skólar, kennarar og nemendur þarna úti sem við þurfum öll að hjálpast að við að koma markþjálfun inn.
Ég hefði getað skrifað margar blaðsíður og sagt frá öllum geggjuðu hlutnum sem hafa átt sér stað en ég ákvað að stoppa hér og láta þetta gott heita. Mikið var gott að koma þessu frá sér fann að ég þurfti að losa um þetta og leyfa orkunni minni að streyma fram í þessum málum.
Svo ef þú hefur áhuga á þessum málaflokki ekki hika við að vera í sambandi við okkur, næsti fundur er 17. Janúar 2025 kl.13:30 á Zoom, sendu mér netfangið þitt og þú færð fundarboð og link. Ég hlakka til næstu skrefa.....stórum og litlum.
HVAÐ ertu þú að gera, viltu segja okkur frá því?
HVAÐ langar þig að gera sem ert ekki farin af stað? Komdu og fáðu innblástur og mögulega hjálparhönd við að framkalla það!
Takk fyrir lesturinn!
Comments